Sálmar og Sousamarsar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur hausttónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 27. nóvember. Tónleikarnir munu einkennast af sálmatónlist úr ýmsum áttum og mörsum eftir Bandaríska tónskáldið John Philip Sousa, sem hefði orðið 150 ára 6. nóvember síðastliðinn.
Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00 og er aðgangseyrir 500 krónur. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Þorleikur Jóhannesson.