Dagur lúðrasveitanna

Dagur lúðrasveitanna verður haldinn í þriðja skipti laugardaginn 5. júní. Eins og áður er dagurinn samstarfsverkefni SÍL og SÍSL. Að þessu sinni verður aðaldagskráin í Hafnarfirði. Dagskráin hefst um klukkan 13:00 þegar lúðrasveitir ganga frá ýmsum stöðum í bænum. Göngurnar sameinast svo í eina göngu sem endar við íþróttahúsið við Strandgötu, þar sem boðið verður upp á hressingu. Nánari dagskrá er væntanleg hingað innan skamms.