Vortónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins

Tónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins verða haldnir í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 17. apríl 2004 kl. 14:00. Þema tónleikanna er verk eftir breska höfunda. Stjórnandi verður Tryggvi M. Baldvinsson. M.a. verður boðið upp á tvö verk eftir Gustav Holst – First Suite in Es og Second Suite in F, Edward Elgar – Pomp and Circumstance, Grainger – Irish Tune from County Derry, Alford – Colonel Bogey, Lennon – Imagine.
Að vanda verður frítt inn á tónleikana og eru allir boðnir velkomnir.