Afmælistónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins

50 ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 8. mars. Efnisskrá tónleikanna verður tengd sögu sveitarinnar. Á tónleikunum leikur einnig sveit eldri félaga undir stjórn fyrrverandi stjórnenda. Kaffiveitingar verða að tónleikunum loknum. Tónleikarnir hefjast kl. 14:00 á laugardaginn og aðgangur er ókeypis.