Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar hélt aðalfund laugardaginn 8. júní. Á fundinum var meðal annars kosin stjórn fyrir næsta starfsár, en hana skipa Atli Týr Ægisson, formaður, Susanne Ernst, gjaldkeri, Halla Eyberg Þorgeirsdóttir, ritari, Ásgeir Örvar Stefánsson, Irma Þöll Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson, meðstjórnendur. Að kvöldi sama dags var svo haldin árshátíð, þar sem lúðrasveitarfélagar skemmtu sér fram eftir kvöldi. Ýmsar hugmyndir eru um starfsemina sem framundan er, meðal annars er stefnt á að gefa út geisladisk síðar á árinu og að fara í utanlandsferð árið 2004 eða 2005.