Dagur lúðrsveitanna á laugardaginn

Dagur lúðrasveitanna verður haldinn í fyrsta skipti laugardaginn 1. júní næstkomandi. Skipulagning dagsins er í höndum SÍL og SÍSL. Þennan dag hittast flestar lúðrasveitir af suðvesturhorninu í Hljómskálagarðinum og fara í skrúðgöngu niður á Ingólfstorg, þar sem haldnir verða sameiginlegir tónleikar. Dagskrá dagsins er sem hér segir:
13:00: Safnast saman í Hljómskálagarðinum
13:30: Samæfing allra þátttökusveita í Hljómskálagarði.
14:30: Samæfingu lýkur og eftir stutta pásu er stillt upp fyrir skrúðgöngu.
15:00: Skrúðgangan leggur af stað. Gengið um Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Austurstræti inn á Ingólfstorg.
15:40: Tónleikar á Ingólfstorgi
16:00: Tónleikunum lýkur.

Lög sem leikin verða á Ingólfstorgi eru þessi:
Öxar við ána (úts.: Ellert Karlsson)
Siggi var úti (úts.: Össur Geirsson)
Ísland (E.K.)
Hver á sér fegra föðurland (E.K.)
Marsbúa cha-cha (Ö.G.)
Á Sprengisandi (úts.: Páll P. Pálsson, endurunnið af Roari Kvam og Össuri Geirssyni)