Vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir laugardaginn 23. apríl kl. 14 í Seltjarnarneskirkju.
Stjórnandi er Tryggvi M. Baldvinsson
Einleikari á Klarinett er Sveinhildur Torfadóttir.
Þetta verða kveðjutónleikar Tryggva sem stjórnanda lúðrasveitarinnar og hefur hann valið sín uppáhalds lúðrasveitarlög til flutnings á tónleikunum. Meðal annars verða flutt verk eftir tékkneska marsakónginn Fucik, Grieg og John Stanley.
Einleikari á tónleikunum verður Sveinhildur Torfadóttir, sem mun flytja hið krefjandi verk Rossinis: Inngang, stef og tilbrigði fyrir klarinettu og hljómsveit. Sveinhildur er við nám í klarinettuleik í Belgíu og kemur hún sérstaklega heim til að spila á þessum tónleikum.
Írsk tónlist úr Riverdance sýningunni verður fyrirferðarmikil eftir hlé, en þar fá slagverksleikararnir aldeilis að hafa fyrir hlutunum.
Að venju er aðgangur ókeypis og eru allir velkomnir.
Vortónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins
Posted on