Author Archives: Samband íslenskra lúðrasveita

Link

Aðalfundur SÍL verður haldinn 7. október 2018 kl. 14:00 í húsakynnum Promennt, Skeifunni 11B, 2 hæð.

Stefnt er að því að hafa fjarfund fyrir þá sem eiga þess ekki kost að mæta á staðinn. Þeir sem hafa áhuga á því eru beiðnir að hafa samband við Pál (s. 892-7652) eða stjornsil@gmail.com.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Fundargerð síðasta aðalfundar
 3. Reikningar síðasta starfsárs lagðir fram
 4. Lagabreytingar
 5. Árgjald ákveðið
 6. Kosning stjórnar
 7. Kosning skoðunarmanna
 8. Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn SÍL (stjornsil@gmail.com) eigi síðar en viku fyrir aðalfund þ.e. 30. september. Núgildandi lög SÍL má finna hér á síðunni.

Aðalfundur SÍL 2017

Aðalfundur SÍL verður haldinn 24. september 2017 kl. 14:00, í húsnæði Promennt í Skeifunni 11B, 2 hæð.

Stefnt er að því að bjóða upp á fjarfundartengingu fyrir þá sem eiga þess ekki kosta að mæta á staðinn. Þeir sem hafa áhuga á því eru beðnir að hafa samband við Pál (s. 892-7652) eða stjornsil@gmail.com.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Fundargerð síðasta aðalfundar
 3. Reikningar síðasta starfsárs lagðir fram
 4. Lagabreytingar – hafi tillögur um borist
 5. Árgjald ákveðið
 6. Kosning stjórnar
 7. Kosning skoðunarmanna reikninga
 8. Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn SÍL (stjornsil@gmail.com) eigi síðar en viku fyrir aðalfund þ.e. 17. sept.

Aðalfundur SÍL

Aðalfundur SÍL verður haldinn laugardaginn 1. október 2016 kl. 16:30 í sal Skólalúðrasveitar Mosfellsbæjar við Skólabraut.

Dagskrá aðalfundar:

1) Skýrsla stjórnar
2) Fundargerð síðasta aðafundar
3) Reikningar síðasta starfsárs lagðir fram
4) Lagabreytingar – hafi tillögur borist
5) Árgjald ákveðið
6) Kosning stjórnar
7) Kosning skoðunarmanna reikninga
8) Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn SÍL eigi síðar en viku fyrir aðalfund þ.e. 24. september.

Nýárstónleikar Brassbands Reykjavíkur

Brassband Reykjavíkur fagnar nýja árinu með stæl, með sígildum völsum, mörsum og polkum, á tónleikum í Grafarvogskirkju 16. janúar kl 16:00.

Verk Strauss-feðga leika stórt hlutverk á tónleikunum. Þar má nefna Radetzky-mars föðursins og þekkta valsa og polka Johann Strauss yngri, svo sem Dónárvalsinn, Tritsch-Tratsch-polka og Keisaravalsinn. Litli bróðir hans Josef Strauss skýtur einnig upp kollinum. Við flytjum auk þess Florentiner-marsinn sem nýtur sín einstaklega vel í flutningi brassbands.

Aðgangseyrir er 2000 kr en ókeypis fyrir börn undir 18 ára, nema og eldri borgara. Miðasala við innganginn og posi á staðnum.

Stjórnandi sveitarinnar er Jóhann Björn Ævarsson.

Aðalfundur SÍL 2015

Aðalfundur SÍL var haldinn í húsnæði Lúðrasveitar Verkalýðsins laugardaginn 27. september 2015. Á fundinum var ný stjórn kjörin, en hana skipa Páll Pálsson, Ólafur Þór Snorrason, Finnbogi Óskarsson, Guđrún Helga Heiđarsdóttir og Hans Orri Straumland. Nánari upplýsingar má finna í fundargerð ađalfundarins, undir valmyndinni Fundargerđir.

Aðventutónleikar LH

Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verđa haldnir í Víðistađakirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars ađ finna þekkt rússnesk þjóðlög og nýlega tónlist fyrir lúðrasveit eftir Philip Sparke, Richard Saucedo og Jacob de Haan – auk hefðbundinna marsa. Einleikari á tónleikunum er klarinettuleikarinn Kristín Jóna Bragadóttir sem leikur Clarinet on the Town eftir Ralph Herman.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára.
Athugið ađ það verđur ekki posi á staðnum.

Minningartónleikar LR

Þriðjudaginn 25. nóvember mun Lúðrasveit Reykjavíkur halda minningartónleika um tvo félaga sveitarinnar sem báðir létust fyrr á þessu ári, þá Friðrik Theodórsson og Björn R. Einarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og fara fram í Kaldalónssal Hörpu. Miðaverð 2000 kr.

Á tónleikunum mun Lúðrasveit Reykjavíkur flytja jazz og marsa, auk ýmissa laga útsett af Birni R. Einarssyni. Með Lúðrasveit Reykjavíkur koma fram á tónleikunum Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Sigurður Flosason saxófónleikari, Valgeir Geirsson básúnuleikari og Frank Aarnink ritvélarleikari. Kynnir verður Vernharður Linnet.

Lúðrasveit Reykjavíkur hefur veriđ starfandi síđan 1922 og átt höfuðstöðvar í Hljómskálanum við Tjörnina. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson.

Stórtónleikar LR og Háskólakórsins

Þriðjudagskvöldið 20. maí munu Lúðrasveit Reykjavíkur og Háskólakórinn leiđa saman hesta sína á stórtónleikum í Neskirkju.
Á tónleikunum verđur flutt tónlist eftir John Williams, Ennio Morricone, Richard Rogers, Stephen Schwartz, Gunnstein Ólafsson og Báru Grímsdóttur. Þar á meðal eru lög úr kvikmyndunum Saving Private Ryan, The Prince of Egypt, Amistad, The King and I og Back to Titanic. Þá verða leikin verk eftir John Williams, sem samin voru í tilefni Ólympíuleika árin 1984 og 1986, og íslensk kórverk eftir Gunnstein Ólafsson og Báru Grímsdóttur.

Lúðrasveit Reykjavíkur hefur verið starfandi síðan 1922 og átt höfuðstöðvar í Hljómskálanum við Tjörnina. Sveitin heldur að jafnaði þrenna stórtónleika á ári, auk þess ađ taka þátt í ýmsum viðburðum árið um kring. Að þessu sinni verða um 40 manns sem halda uppi stuðinu, auk Háskólakórsins.
Háskólakórinn var stofnađur haustiđ 1972. Kórinn hefur frá upphafi sungið við helstu samkomur Háskóla Íslands auk þess ađ halda sjálfstæða tónleika. Í kórnum syngja nemendur úr öllum deildum og öðrum menntastofnunum á háskólastigi, íslenskir sem erlendir. Kórinn hefur frumflutt fjölda íslenskra verka og kynnt þau innan lands og utan. Kórinn gaf út árið 2011 geisladiskinn Álfavísur í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands

Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson og Gunnsteinn Ólafsson er stjórnandi Háskólakórsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, miðasala er við innganginn og er aðgangseyrir ađeins kr. 2000.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Norðurljósum

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Norðurljósum, Hörpu þriđjudaginn 18. mars kl. 20:00.

Þetta eru fimmtu og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu, sem lúðrasveitir af suðvesturhorni landsins hafa staðið fyrir í vetur. Lúðrasveitin verður ekki ein á ferð, því hún hefur fengið Flensborgarkórinn til liðs viđ sig, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, og mun kórinn syngja nokkur lög međ lúðrasveitinni.

Á efnisskrá tónleikanna verða nýleg lúðrasveitaverk fyrirferðarmikil. Má þar međal annars nefna verkin Suite Arktica II eftir Pál Pampichler Pálsson, El Camino Real eftir Alfred Reed og Sleep eftir Eric Whitacre. Sousa verđur þó ekki langt undan.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 2000 krónur. Miða á tónleikana má kaupa á midi.is og á heimasíđu Hörpu.

LH í Hörpu

LH í Hörpu

Vortónleikar LV

Vortónleikar með Lúðrasveit verkalýðsins verđa haldnir laugardaginn 8. mars kl. 14 í Seltjarnarneskirkju. Farið verđur mjúkum höndum um ýmsar perlur kvikmyndatónlistar undir dyggri stjórn Kára Húnfjörð.

Að venju er frítt inn og kaffisalan í hléi lofar alltaf góðu.