Barna- og fjölskyldutónleikar

Barna- og fjölskyldutónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir laugardaginn 26. nóvember næstkomandi kl. 15:00. Tónleikarnir verða í Ráðhúsi Reykjavíkur. Leikin verða lög ætluð yngri áheyrendum, s.s. úr leikritinu Kalli á þakinu, ýmsum Disney-teiknimyndum og einnig íslensk ættjarðarlög, óvænt tónlistaratriði og börn fá að stjórna sveitinni í lokalaginu. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!