Vortónleikar LV

Vortónleikar með Lúðrasveit verkalýðsins verđa haldnir laugardaginn 8. mars kl. 14 í Seltjarnarneskirkju. Farið verđur mjúkum höndum um ýmsar perlur kvikmyndatónlistar undir dyggri stjórn Kára Húnfjörð. Að venju er frítt inn og kaffisalan í hléi lofar alltaf góðu.

Lúðrasveit Þorlákshafnar í Hörpu

Lúðrasveit Þorlákshafnar mun bjóða upp á tónleika fyrir alla fjölskylduna 25. febrúar þegar hún leikur í fyrsta sinn í tónlistarhúsi Íslendinga. Kvikmyndatónlist úr öllum áttum verður allsráðandi og mun meðal annars syrpa af lögum úr íslenskum kvikmyndum verða frumflutt. Syrpan var sérstaklega útsett fyrir Lúðrasveit Þorlákshafnar af því tilefni að í febrúar eru 30 ár…

Tónleikar LR

Þriðjudaginn 28. janúar leikur Lúðrasveit Reykjavíkur balkan- og latintónlist ásamt fleiru í Norðurljósasal Hörpu. Á tónleikunum mun Lúðrasveit Reykjavíkur frumflytja tónverkið Beyglaðir trompetar III, eftir einn af meðlimum sveitarinnar, Daníel Sigurðsson. Einnig verður flutt balkantónlist og tónverk eftir suður-ameríska tónskáldiÄ‘ Arturo Márquez, svo eitthvaÄ‘ sé nefnt. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur verið starfandi síðan 1922 og átt…

Þar sem himin ber við haf

Jónas Sigurðsson tónlistarmaÄ‘ur, í samvinnu við Lúðrasveit Þorlákshafnar, fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Þar sem himin ber við haf. Af því tilefni er blásið til stórfenglegra útgáfutónleika dagana 19. og 20. október kl. 21:00 í Reiðhöll Guðmundar í Þorlákshöfn. Um er aÄ‘ ræða nýtt efni og þematengda upplifun frá tónlistarmanninum Jónasi þar sem hafið spilar stórt…

Fjölskyldutónleikar LR og góðra gesta

Lúðrasveit Reykjavíkur verður 90 ára á þessu ári og er því elsta lúðrasveit á landinu. Lúðrasveitin heldur stórtónleika í Langholtskirkju miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20. Aðgangur er ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára, annars er miðaverÄ‘i stillt í hóf, 1.500 kr. Auk sjálfrar sveitarinnar setja fjölmargir söngvarar svip sinn á tónleikana, bæði kórar og…

LÖG ODDGEIRS KRISTJÁNSSONAR OG JÓNS MÚLA ÁRNASONAR Í FLUTNINGI LÚÐRASVEITAR REYKJAVÍKUR

Tónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur í Neskirkju, þriðjudaginn 25. október kl. 20.00, eru til heiðurs tveimur af ástsælustu tónskáldum þjóðarinnar á síðustu öld, þeim Oddgeiri Kristjánssyni og Jóni Múla Árnasyni. Samanlagt hefðu þessir heiðursmenn orðið 190 ára í ár. Báðir voru miklir lúðrasveitamenn. Oddgeir var fæddur árið 1911 og starfaði í Vestmannaeyjum. Hann var stofnfélagi og stjórnandi…

MARSATÓNLEIKAR LÚÐRASVEITARINNAR SVANS OG LÚÐRASVEITAR VERKALÝÐSINS

Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Verkalýðsins halda sameiginlega marsatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 12. október kl. 20. Á tónleikunum verða marsar af frönskum og norskum uppruna áberandi auk þess sem nýr mars, Snæri, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumfluttur. Snæri er ekki dæmigerður mars og lúðrasveitirnar munu ýmist vefjast tvær saman eða rakna í sundur. Stjórnendur eru…

SVANURINN Í HÖRPU 16. MAÍ 2011

Lúðrasveitin Svanur heldur vortónleika í Eldborg, aðalsal Hörpu, þann 16. maí kl. 20. Sveitarmeðlimum þótti við hæfi að heiðra minningu fyrrum stjórnanda sveitarinnar og heiðursfélaga, Karls O. Runólfssonar, í hinu glæsta tónleikahúsi og hefja tónleikana með verki hans FANFARE MARS. Lúðrasveitin Svanur hefur leitast við að flytja ný íslensk verk og að þessu sinni verður…

Popp/Rokk tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins

Lúðrasveit verkalýðsins býður ykkur velkomin á árlega vortónleika sína sem að þessu sinni verða haldnir í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð, þann 2. apríl nk. Þema tónleikanna í ár er popp- og rokktónlist og ætlum við því að flytja lög tónlistarmanna á borð við Lady Gaga, Muse og Queen, svo eitthvað sé nefnt. Tónleikarnir eru ókeypis…

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 (gömlu Vélsmiðju Hafnarfjarðar) föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20:00. Á efnisskránni fer mikið fyrir suðrænum tónum og svítum af ýmsu tagi, meðal annars Svíta nr. 2 fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, þjóðdansasvíta eftir Dmitríj Sjostakóvítsj og lokadansinn úr Estancia eftir Alberto Ginastera. Að sjálfsögðu verða einnig marsar…