Hausttónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

Hausttónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur verða í Langholtskirkju miðvikudaginn 14. nóvember n.k. kl. 20:30. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að unga fólkinu innan sveitarinnar sem munu leika einleik m.a. á flautu, saxafón, sílófón og einnig verður fluttur klarinettudúett. Einleikurinn verður í hávegum hafður því auk okkar fólks mun Eyþór Gunnarsson leika með okkur á píanó og Bergþór Pálsson mun syngja nokkur lög við undirleik sveitarinnar.
Mikill kraftur er í starfi Lúðrasveitar Reykjavíkur um þessar mundir og hefur sveitin ekki haft á að skipa fleiri hljóðfæraleikurum um langt árabil eða yfir 50 manns.
Þessir tónleikar eru „aðrir tónleikar“ í 80 ára afmælishátíð sveitarinnar, en þeir fyrstu voru s.l. vor í Neskirkju og voru það vel sóttir að það þurfti að endurtaka þá tónleika.
Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson.
Allir eru hjartanlega velkomnir en aðgangseyrir er kr. 1.000 og greiðist við innganginn.