Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika

Lúðrasveitin Svanur heldur jólatónleika n.k. sunnudag 3. desember klukkan 17:00 í sal SÁÁ, Efstaleiti 7. Efnisskrá tónleikana að þessu sinni er fjölbreytt og munu tónleikagestir fá að heyra allt frá rússneskum polka yfir í íslensk dægurlög. Aðgangseyrir er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir skólafólk.