Áblástur 2011

Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Þorlákshafnar leiða saman lúðra sína og sameinast í rúmlega 80 manna stórblásarasveit um og eftir helgina. Saman munu þau halda tvenna tónleika: Í Langholtskirkju sunnudaginn 27. mars kl. 17 og í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar mánudaginn 28. mars kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir þekktustu tónskáld blásarasveitatónlistar síðustu ára, þá Frank Erickson,…

Nýárstónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar

Lúðrasveit Þorlákshafnar kemur fram í hátíðarbúningi og heldur nýárstónleika þann 2. janúar kl. 17 í Ráðhúsi Ölfuss. Vínartónlist verður í hávegum höfð og leikur lúðrasveitin fræga Vínartónlist í skemmtilegum útsetningum. Ásamt lúðrasveitinni koma fram: – Margrét Stefánsdóttir söngkona – Leikfélag Ölfuss – Danspör Lúðrasveitin hefur sjaldan verið í betra formi og telur nú 38 meðlimi….

Aðventutónleikar Svansins

Lúðrasveitin Svanur heldur sína árlegu aðventutónleika í Árbæjarkirkju næstkomandi laugardag, 4. desember kl. 15:00. Efnisskráin er jólaleg að þessu sinni en inn á milli jólalaganna mun Rúnar Óskarsson leika Concert For Clarinet eftir Artie Shaw. Stjórnandi Svansins er Brjánn Ingason. Miðaverð er 1500 kr. 1000 kr. fyrir börn, námsmenn og eldri borgara. Frítt er fyrir…

Marsatónleikar

Laugardaginn 20. nóvember næstkomandi halda Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins sameiginlega marsatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast tónleikarnir klukkan 15. Fyrir réttu ári síðan stóðu þessar sveitir að slíkum tónleikum í fyrsta sinn og voru undirtektir slíkar að full ástæða þótti til að endurtaka leikinn. Lúðrasveitirnar munu leika marsa á víxl af miklum móð og…

Langelandsgardens Brassband og Lúðrasveit Reykjavíkur með tónleika í Norræna Húsinu

Fimmtudaginn 21.okt kl. 20:00 munu Langelandsgardens Brassband og Lúðrasveit Reykjavíkur halda tónleika í Norræna Húsinu. Langelandsgardens Brassband er stofnuð 1944 í Langeland á Fjóni, stjórnandi sveitarinnar er Anders Ringgaard. Þetta eru lokatónleikar LG Brassband hér á landi, en þau hafa verið hér í um viku tíma og leikið víða. Lúðrasveit Reykjavíkur er stofnuð 1922 og…

Af aðalfundi

Aðalfundur SÍL var haldinn sunnudaginn 19. september í framhaldi af landsmótinu í Vestmannaeyjum. Á fundinn mættu fulltrúar sex lúðrasveita og var öll stjórn sambandsins endurkjörin. Ýmis mál voru rædd á fundinum og má nefna að Lúðrasveit Þorlákshafnar tók að sér að halda næsta landsmót árið 2012 (í kringum mánaðarmótin sept.-okt.). Fundargerðin frá fundinum verður sett…

Aðalfundur SÍL 2010

Boðað er til aðalfundar SÍL sunnudaginn 19. september kl. 11:15 í Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Æskilegt er að hver hljómsveit sendi a.m.k. tvo til þrjá fulltrúa á fundinn og skulu þeir skv. lögum hafa meðferðis kjörbréf undirritað af formanni eða ritara lúðrasveitarinnar. Formenn eða stjórnendur lúðrasveitanna eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um hverjir mæta á…

Landsmót nálgast

Eins og vonandi flestir vita núna þá verður 20. landsmót SÍL haldið í Vestmannaeyjum helgina 17.-19. september næstkomandi. Mótið verður haldið með sama fyrirkomulagi og í Þorlákshöfn árið 2008. Stjórn SÍL hefur tekið þátt í skipulagningu mótsins ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja og er dagskráin svohljóðandi: Föstudagur 17. sept. 19.00 Herjólfur kemur til eyja, fólk kemur sér…

Aðalfundur SÍL 2008

Boðað er til aðalfundar og vinnufundar SÍL laugardaginn 13. desember kl. 14:00 – 17:00 í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Nauðsynlegt er að hver hljómsveit sendi eins marga fulltrúa á fundinn og hægt er til að taka þátt í umræðum um framtíð lúðrasveita á Íslandi. Vinsamlegast sendið svar fyrir 10. september um hve margir frá ykkar sveit mæta…