Vortónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

Lúðrasveit Reykjavíkur heldur vortónleika sína fimmtudagskvöldið 24. maí í Seltjarnarneskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangur ókeypis.
Efnisskráin er fjölbreytt, en á henni má meðal annars finna. „An American in Paris“ eftir George Gershwin ásamt verkum eftir Manfred Schneider, Peter Kleine Schaars, Dave Brubeck og fleiri. Einnig mun Kristjan Rúnarsson, einn af klarínettuleikurum sveitarinnar leika einleik í „Concertino fyrir klarinett“ eftir Carl Maria von Weber. Gestahljóðfæraleikari verður Sigurður Flosason saxófónleikari.