Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur vortónleika sína í Hafnarborg föstudaginn 8. apríl.
Dagskrá tónleikanna verður með nokkuð hefðbundnu sniði fyrir hlé. Meðal annars verða leikin verk eftir tónskáldin John Philip Sousa, Giuseppe Verdi og Camille Saint-Saëns.
Eftir hlé verður skipt um gír og farið yfir í suðræna djasssveiflu. Má þar meðal annars nefna lögin Children of Sanchez eftir Chuck Mangione, El Cumbanchero og Soul Bossanova úr kvikmyndunum Austin Powers.
Með lúðrasveitinni koma fram félagar úr Spilabandinu Runólfi, auk þess sem Guðmundur Steingrímsson, „Papa-Jazz“, stígur á stokk með sveitinni.
Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Þorleikur Jóhannesson.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 1000 krónur.
Dagskrá tónleikanna í heild sinni má nálgast á heimasíðu sveitarinnar.