N0MU-námskeið í Kalmar

Hið árlega Nomu-námskeið fyrir blásara verður haldið í Kalmar í Svíþjóð dagana 3. – 10. júlí næstkomandi. Allir félagar í lúðrasveitum SÍL og SÍSL sem eru 18-25 ára og hafa lokið miðstigi á hljóðfæri sitt mega sækja um þátttöku. Námskeiðið hefur verið haldið árlega síðan 1997 og því geta yngri meðlimir horft fram á veginn og keppt að þátttöku síðar. Það er nauðsynlegt að vera 18 ára á þessu ári til að geta tekið þátt en efri aldursmörk eru eitthvað teygjanleg. SÍL og SÍSL hafa styrkt íslenska þátttakendur til fararinnar.
Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað með nánari upplýsingum um námskeiðið.

Umsóknarfrestur er til 17. febrúar og prufuspil verður fyrir alla umsækjendur sunnudaginn 20. febrúar.