Jólalögin í bland við hefðbundna lúðrasveitartónlist

Lúðrasveitin Svanur heldur jólatónleika í Tónlistarhúisinu Ými þriðjudaginn 21. desember. Leikin verða nokkur létt jólalög í bland við hefðbundna lúðrasveitartónlist, m.a. nýtt verk Sinfonia no3 eftir Philip Spark sem hefur verið öflugur útgefandi á lúðrasveitartónlist. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 1000 krónur, 50% afsláttur fyrir námsmenn.
Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Rúnar Óskarsson.