Barna- og fjölskyldutónleikar

Lúðrasveit Verkalýðsins heldur barna- og fjölskyldutónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 20. nóvember. Meðal verka sem flutt verða eru sögurnar af prökkurunum Max og Moritz og syrpa úr ævintýramyndinni Pirates of the Caribbean.
Sögumaður og kynnir verður Linda Ásgeirsdóttir leikkona.
Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis.