Tónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

Lúðrasveit Reykjavíkur heldur fyrstu tónleika vetrarins í Borgarleikhúsinu þriðjudagskvöldið 2. nóvember kl 20:30. Á dagskránni er m.a. “The flight of the Bumble-Bee” eftir Rimsky-Korsakoff; Concertino fyrir flautu og blásarasveit eftir Cécile Chaminade; ásamt verkum eftir Joaquín Rodrigo, George Gershwin, Camille Saint-Saens, Peter Kleine Schaars ofl.