Svanurinn í Ráðhúsinu

Lúðrasveitin Svanur mun halda tónleika í Ráðhúsi Reykjarvíkur miðvikudaginn 27. október kl. 20. Tekið verður fyrir efni úr tónleikaferð sem sveitin fór á tónlistarhátíð í Þýskalandi nýverið. Um er að ræða hressileg lög úr ýmsum áttum eins og Stuðmannasyrpa, á Sprengisandi og Brennið þið vitar. Af erlendum toga ber hæst Soul bossa nova og Star dust. Mætið og takið þátt í skemmtilegu kvöldi með okkur – aðgangseyrir er enginn.