Af aðalfundi

Aðalfundur SÍL var haldinn laugardaginn 2. október. Á fundinn mættu fulltrúar frá sjö lúðrasveitum. Öll stjórn sambandsins var endurkjörin, nema Unnur Malín Sigurðardóttir, sem gaf ekki kost á sér aftur sem meðstjórnandi. Í hennar stað var Bára Sigurjónsdóttir kosin meðstjórnandi. Ýmis önnur mál voru rædd á fundinum. Meðal annars tók Lúðrasveitin Svanur að sér að halda landsmót árið 2006, en ýmsar hugmyndir eru uppi um hvað skal gera á landsmótinu.

Fundargerðin frá fundinum verður sett hingað inn fljótlega.