Dagskrá landsmótsins

Eins og allir ættu að vita núna verður landsmót SÍL haldið í Vestmannaeyjum helgina 18. til 20. júní. Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudagurinn 18. júní
18:00 Spilað víðsvegar um bæinn.
20:30 Tónleikar norsku sveitarinnar (kannski finnsku líka???)
23:30 Þjóðhátíðarstemming í Herjólfsdal.

Laugardagurinn 19. júní:
10:30 Æfing fyrir sameiginlegu lögin.
14:00-17:00 Tónleikar sveitanna í Höllinni eða á Stakkagerðistúni ef veður verður frábært.
20:30-0:00 Kvöldskemmtun og matur.
0:00 Í Höllinni verður ball fyrir 18 ára og eldri. Hljómsveitin BUFF leikur og trallar af sinni alkunnu snilld!

Sunnudagurinn 20. júní
13:00 Hádegisverður í Höllinni og mótsslit.
16:00 Heimferð með Herjólfi.