Ísland er landið

-Vortónleikar Lúðrasveitarinnar Svans
Lúðrasveitin Svanur heldur vortónleika þann 31. mars nk. Tónleikarnir verða haldnir í Loftkastalanum og hefjast kl. 20:00. Þema tónleikana er verk eftir íslenska höfunda. Svanurinn mun leika metnaðarfulla dagskrá undir styrkri stjórn Rúnars Óskarssonar.
Á tónleikunum verða leikinn verk af ýmsum toga. Helst ber að nefna „Sögur af Sæbjúgum“ eftir Össur Geirsson, „March Parelle“ eftir Tryggva Baldvinsson, „Garden Party” eftir Eyþór Gunnarsson og „Tjarnarmarsinn” eftir Pál P. Pálsson.
Miðasala fer fram í Loftkastalanum. Miðaverð er kr. 1.000,- og frítt fyrir 16 ára og yngri.