Vortónleikar í Víðistaðakirkju

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur vortónleika sína í Víðistaðakirku í Hafnarfirði laugardaginn 3. apríl klukkan 14:00. Eins og venjulega verður spiluð tónlist úr ýmsum áttum. Meðal annars má nefna sólóstykki fyrir túbu og baritónhorn, syrpu af lögum með Frank Sinatra og lög úr kvikmyndunum Lord of the rings. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Þorleikur Jóhannesson.
Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur.