Blásaranámskeið í Svíþjóð

Hið árlega Nomu-námskeið fyrir blásara verður haldið í Stokkhólmi dagana 27. júní til 4. júlí næstkomandi. Stjórnandi á námskeiðinu verður Henrik Vagn Christensen. Allir félagar í lúðrasveitum SÍL og SÍSL sem eru 18-25 ára og hafa lokið 6. stigi á hljóðfæri sitt mega sækja um þátttöku. Þátttökugjald er 100 evrur. Innifalið er námskeiðið, gisting og uppihald á Quality Hotel Näcka. Þátttakendur greiða ferðakostnað en styrkur er veittur af SÍL og SÍSL.
Umsóknarfrestur er til 17. mars og prufuspil fyrir alla umsækjendur verður sunnudaginn 21. mars. Umsóknareyðublað til útprentunar, á PDF-formi, með nánari upplýsingum má nálgast hér. Einnig má senda umsóknirnar á netföngin brass@centrum.is eða sil@sil.is.