Landsmót

Á aðalfundi SÍL sem haldinn var síðastliðið haust var ákveðið að landsmót yrði haldið í Vestmannaeyjum helgina 18. – 20. júní næstkomandi. Á landsmótinu verður þess minnst að á þessu ári eru fimmtíu ár frá stofnun SÍL. Skipulagning á landsmótinu er nú í fullum gangi og verður dagskráin nánar kynnt síðar. Nú þurfum við í stjórn SÍL að vita hvaða sveitir mæta á landsmótið og hversu margir eru í hljómsveitinni. Við biðjum því formenn eða stjórnendur sveitanna að senda okkur þessar upplýsingar á netföngin sil@sil.is eða brass@centrum.is.