Nýjar nótur

Nú eru nýkomin út nokkur íslensk ættjarðarlög útsett fyrir lúðrasveit af Ellerti Karlssyni. Þetta er endurbætt útgáfa af Hvítu bókinni svokölluðu, sem var gefin út fyrir nokkrum árum en hefur lengi verið ófáanleg. Bækurnar eru seldar í pakka með ákveðnum fjölda bóka fyrir hvert hljóðfæri. Pakkinn kostar 10.000 krónur og verður sendur í póstkröfu til aðildarsveita SÍL einhvern næstu daga. Einnig verður hægt að kaupa stakar bækur og kostar þá hver bók 500 krónur. Lögin í bókunum eru tólf og þau eru:
1. Ó Guð vors lands
2. Lýsti sól
3. Rís þú unga Íslands merki
4. Ég vil elska mitt land
5. Land míns föður
6. Yfir voru ættarlandi
7. Íslands Hrafnistumenn
8. Hver á sér fegra föðurland
9. Ó, blessuð vertu sumarsól
10. Öxar við ána
11. Vormenn Íslands
12. Ísland ögrum skorið
Öll hljómasetning þessara útsetninga er byggð upp á kvintett. Þannig er reynt að koma til móts við flestar lúðrasveitir í landinu. Eins og gefur að skilja eru þær mis fjölmennar og því er nauðsynlegt að útsetningar sem notaðar eru í smærri sveitum séu ekki of viðamiklar og ekki gerðar fyrir of stóra hópa. Með því að nota fimm raddir, þ.e. 1. kornett, 2. kornett, F horn/Eb horn/3. kornett, baritónhorn/básúnu og Bb eða Eb túbu er hægt að mynda litla brasshljómsveit sem ætti að hljóma ágætlega.