Hausttónleikar í Vestmannaeyjum

Lúðrasveit Vestmannaeyja mun halda sínu árlegu Hausttónleika í Höllinni laugardaginn 1. nóvember n.k. kl 15.00. Að venju er efnisskrá tónleikanna mjög fjölbreytt og má þar nefna syrpu laga sem fræg hafa verið í kvikmyndum eins og Brúin yfir Kwai fljót, Titillag Raiders of the Lost Ark og Star Trek. Einnig mun sveitin flytja nýjar útsetningar af íslensku dægurlögunum Játning og Ó Þú og að ógleymdum tveimur lögum Oddgeirs Kristánssonar, stofnanda sveitarinnar. Ósvaldur Freyr Guðjónsson bæjarlistamaður hefur útsett Þjóðhátíðarlagið í ár fyrir lúðrasveitina og einn frægasti mars allra tíma, Wasingthon Post eftir Sousa er einnig á dagskránni.
Stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Stefán Sigurjónsson skósmiður en með sveitinni munu spila 27 hljóðfæraleikarar.
Þess má geta að um kvöldið verða hinir landsfrægu Stuðmenn með ball í Höllinni þannig að upplagt er að skella sér til eyja í helgarferð og skoða sig um fyrir Landsmótið á næsta ári.