Af aðalfundi

Aðalfundur SÍL var haldinn laugardaginn 27. september. Öll stjórn sambandsins var endurkjörin, nema Ásdís Þórðardóttir, meðstjórnandi, sem gaf ekki kost á sér áfram, enda búin að sitja í stjórn samfleytt í níu ár. Í stað hennar var kosinn Helgi Ólafsson. Samþykkt voru ný lög fyrir sambandið og rætt var um komandi afmælisár, en SÍL heldur upp á 50 ára afmæli á næsta ári. Hápunktur afmælisársins verður eflaust landsmót, sem verður haldið í Vestmanaeyjum helgina 18.-20. júní. Auk þess er stjórnin með ýmsar hugmyndir um hvað gera skal á afmælisárinu, sem eftir á að vinna úr. Hægt er að skoða fundargerð fundarins undir liðnum Upplýsingar hér til vinstri.