Aðalfundur SÍL

Boðað er til aðalfundar SÍL laugardaginn 27. september kl. 14:00 í húsnæði Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í íþróttahúsi gamla Lækjarskóla, 2. hæð, við Skólabraut í Hafnarfirði.
Æskilegt er að hver hljómsveit sendi a.m.k. tvo til þrjá fulltrúa á aðalfund. Vinsamlegast sendið svar fyrir 20. september um hverjir mæta á fundinn. Svar sendist á netpósti brass@centrum.is eða sil@sil.is
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. SÍL 50 ára 2004
4. Landsmót 2004 í Vestmannaeyjum
Kaffi
5. Skýrsla hljómsveitanna, starf frá liðnu ári og hvað er framundan.
6. NoMU blásaranámskeið 2003
7. Nótnaútgáfa
8. Önnur mál