Kaffihúsatónleikar í Hafnarfirði

Lúðrasveit Hafnarfjarðar ætlar að kveðja veturinn með stórsveitartónleikum og ekta kaffihúsastemmningu síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl. Tónleikarnir verða haldnir í veislusalnum Turninum (á 7. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði). Á dagskránni verða nokkrar sígildar jazzperlur, má þar meðal annars nefna lög eins og The Pink Panther, Moonlight Serenade og Do nothin’ till you hear from me (sem Robbie Williams vakti aftur til lífsins fyrir skömmu). Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og aðgangur er ókeypis. Á staðnum verður hægt að kaupa veitingar frá kaffihúsinu Café Aroma í Firði.
Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Stefán Ómar Jakobsson.