Svanur í loftköstum

Vortónleikar Svansins verða haldnir miðvikudaginn 9. apríl klukkan 20:00 í Loftkastalanum. Þetta eru einnig síðustu tónleikarnir sem Haraldur Árni Haraldsson stjórnar Svaninum en hann lætur af störfum sem stjórnandi nú í sumar. Haraldur hefur stjórnað Svaninum frá því 1993 og á tónleikunum verða tekin verk eins og The Girls of Jobim, Western Pictures, Os Pássaros do Brasil og Czardas. Einleikari á tónleikunum verður Ella Vala Ármannsdóttir (varaformaður Svansins) á horn. Hún mun leika Hornkonsert eftir Mozart. Ella Vala hefur leikið með Svaninum frá því 1997 en hún lýkur einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor.