Aðalfundur Lúðrasveitar Vestmannaeyja

Aðalfundur Lúðrasveitar Vestmannaeyja var haldinn 27. janúar 2003. Ný stjórn var kjörin á aðalfundinum og hana skipa:
Ólafur Þ Snorrason, formaður, Ólafur Jónsson, ritari, Vilborg Sigurðardóttir, gjaldkeri, Hlíf Helga Káradóttir, meðstjórnandi og Hrafnhildur Helgadóttir, meðstjórnandi. Stjórnandi er sem fyrr Stefán Sigurjónsson.
Fram kom á fundinum að sjaldan hefur sveitin komið jafn oft fram og á síðasta ári eða 22 skipti, alla mánuði ársins nema tvo. Jafnframt var rætt um að fara jafnvel í utanlandsreisu í ágúst og verður ákvörðun um það tekin á næstunni. Hugmyndir komu upp að halda óhefðbundna tónleika og fer stjórnin í það að skoða málið.