Blásaranámskeið í Noregi

●Ert þú á aldrinum 18-25 ára?
●Ert þú áhugasamur tréblásari, málmblásari eða slagverksleikari?
●Viltu spila með blásarasveit í hæsta gæðaflokki?
●Langar þig að kynnast öðrum norrænum tónlistarmönnum sem einnig hafa áhuga á blásarasveitum?

Dagana 29. júní til 5. júlí verður hið árlega Nomu-námskeið haldið, að þessu sinni í Hamar í Noregi. Allir félagar í lúðrasveitum SÍL og SÍSL sem eru 18-25 ára og hafa lokið 6. stigi á hljóðfæri sitt mega sækja um þátttöku. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar. Umsóknareyðublöð til útprentunar (á pdf-formi) má nálgast með því að smella hér. Á þeim eru nánari upplýsingar um námskeiðið. Einnig má senda umsóknir á netföngin brass@centrum.is eða sil@sil.is.