Svanurinn í jólaskapi

Jólatónleikar Lúðrasveitarinnar Svans verða haldnir í Ými tónleikahúsi laugardaginn 21. desember kl. 16:00. Flutt verður ýmis þekkt og óþekkt jóla- og hátíðartónlist, má þar með nefna Cantique De Noël, The Christmas Song, Christmas Scenes, Calypso Christmas og Sleigh Ride. Hápuntkur tónleikanna verður svo flutningur á konsertinum Carnival of Venice eftir Del Staigers. Einleikari er meðlimur í sveitinni, hinn ungi og efnilegi trompetleikari Vilhjálmur Ingi Sigurðsson en hann mun ljúka einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík næstkomandi vor. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur. Í Svaninum eru í dag starfandi um 40 hljóðfæraleikarar, flestir á aldrinum 15-35 ára. Stjórnandi er Haraldur Árni Haraldsson.