Lúðrasveit og karlakór í Hafnarfirði

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika ásamt Karlakórnum Þröstum sunnudaginn 8. desember. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og hefjast klukkan 20:00. Á tónleikunum koma einnig fram Sigurður Skagfjörð, baritón og Kór eldri Þrasta. Aðgangseyrir er 1500 krónur.