Aðalfundur Lúðrasveitarinnar Svans

Aðalfundur Lúðrasveitarinnar Svansins var haldinn Laugardaginn 12. október kl. 17:00. Meðal annars urðu nokkrar breytingar á stjórninni, en hana skipa nú eftirtaldir: Jón Ingvar Bragason, formaður, Ella Vala Ármannsdóttir, varaformaður, Reynir Freyr Bragason, ritari, Helga María Stefánsdóttir, gjaldkeri og Guðný Jónsdóttir, meðstjórnandi. Einnig var kosið í nokkur önnur embætti. Aðalfundurinn gekk mjög vel og góðar umræður voru um stöðu svetarinnar. Þeim tilmælum var beint til stjórnar að hefja undirbúning að stefnumótun fyrir sveitina og auka þannig skilvirka áætlunargerð. Lúðrasveitin Svanur hefur nú lokið 72. starfsári sínu. Í byrjun núverandi starfsárs fóru 25 félagar úr Svaninum til Þýskalands og tóku þátt í tónlistarhátíð í Bad-Orb. Á síðasta starfsári hélt sveitin tvenna tónleika og spilaði 11 sinnum opinberlega. Í vor tekur Svanurinn á móti lúðrasveit frá Þýskalandi. Að auki eru margar hugmyndir um starfsemina í framtíðinni, sem þarf að vinna úr.