Aðalfundur SÍL

Aðalfundur SÍL var haldinn laugardaginn 28. september. Sjö lúðrasveitir áttu fulltrúa á fundinum. Meðal annars urðu nokkrar breytingar á stjórn sambandsins. Ásdís Þórðardóttir lét af störfum gjaldkera, en í stað hennar var kosinn Jón Ingvar Bragason, áður meðstjórnandi. Ásdís tók hins vegar við af Jóni, sem meðstjórnandi. Einnig var Unnur Malín Sigurðardóttir kosin meðstjórnandi. Formaður SÍL er áfram Vilborg Jónsdóttir og ritari er Atli Týr Ægisson. Á fundinum var m.a. ákveðið að fresta landsmóti um eitt ár, eða til ársins 2004, sem er 50 ára afmælisár SÍL. Nánari upplýsingar um fundinn birtast fljótlega hér á vefnum.