Sumartónleikar á Ingólfstorgi

Lúðrasveitin Svanur verður með sumartónleika á morgun, laugardaginn 11. júní, á Ingólfstorgi. Á tónleikunum verður leikin skemmtileg sumartónlist til að gefa borgarbúum yl í kroppinn í sumarblíðunni. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og verður leikið í hálftíma.