Svanurinn í Salnum

Tónleikar verða haldnir 20. apríl í Salnum, Kópavogi. Að þessu sinni mun Lúðrasveitin Svanur leika mjög fjölbreytta efnisskrá á þessum tónleikum. Meðal annars mun hljómsveitin leika verk eftir Leroy Anderson, Alfred Reed og Alexander Arutiunian. Stjórnandi Svansins er Haraldur Árni Haraldsson. Tónleikarnir hefjast kl. 14:00.

Í efnisskrá tónleikana ber hæst trompet konsert eftir Alexander Arutiunian þar sem Ásgeir Steingrímsson mun sýna okkur hvers hann er megnugur. Að sjálfsögðu verða tveir gamlir og góðir marsar á efnisskránni, það er eru Florentiner Marsch og Valdresmarsj. Af öðrum verkum má nefna Troika eftir Serge Prokofieff, Home Stretch eftir Leroy Anderson og Imperatrix eftir Alfred Reed. Þetta er þó aðeins brot af þeim verkum sem sveitin hyggst leika og því er sjónin sögu ríkari.Eins og sjá má ræðst Svanurinn ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Við bjóðum alla landsmenn sem og aðra velkomna á tónleika okkar í Salnum þann 20. apríl kl. 14:00, aðgangseyrir er krónur 1000.