Dagur lúðrasveitanna

Dagur lúðrasveitanna verður haldinn í fyrsta skipti laugardaginn 1. júní næstkomandi. Áætlað er að lúðrasveitir (af höfuðborgarsvæðinu og nágrenni) komi saman í Hljómskálagarðinum þennan dag og fari í skrúðgöngu niður á Ingólfstorg, þar sem nokkur sameiginleg lög verða spiluð. Þessi dagur er samstarfsverkefni SÍL og SÍSL. Nánari upplýsingar um tímasetningu, gönguleið og fleira verða birtar þegar nær dregur.