Afmælistónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

80 ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur verða í Langholtskirkju miðvikudaginn 10. apríl n.k. kl.19:30.

Flytjendur ásamt Lúðrasveit Reykjavíkur eru: Páll Óskar Hjálmtýsson, sem syngur nokkur lög með sveitinni, Þorsteinn Gauti Sigurðarson píanóleikari, sem spilar einleik í meistaraverkinu “Rhapsody in blue” eftir Gershwin, Sigurður Flosason saxafónleikari, spinnur að mestu sóló í laginu “Musica Divertida”, Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari, spilar einleik í “Poem a la carte” og Eyþór Gunnarson hljómborðsleikari flytur lag sitt “Gardenparty” með elstu lúðrasveit landsins í tilefni tímamótanna.

Þessi afmælistónleikaröð sveitarinnar hófst fyrir rúmu einu ári í Neskirkju og þar voru 45 hljóðfæraleikarar, en í haust voru hljóðfæraleikararnir 60 talsins og má geta þess að Hljómskálinn er ekki nema 60 fermetrar og var því oft þröngt um okkur á æfingum þar sem slagverksdeildin tekur um 25% af gólfplássi hússins.

Lúðrasveit Reykjavíkur vill þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt okkur lið við þetta mikla verkefni.

Ekki missa af þessum einstæða viðburði þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar eru saman komnir á tónleikum með lúðrasveitinni ykkar, Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson