Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur vortónleika sína laugardaginn 6. apríl kl. 16:00. Á dagskrá tónleikanna verður meðal annars að finna syrpu af lögum úr James Bond, lög úr kvikmyndinni “The Sting”, létt dægurlög og klassísk verk eftir Mozart og Tchaikowski. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju og hefjast klukkan 16:00. Aðgangseyrir er 500 krónur. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er sem fyrr Stefán Ómar Jakobsson.