Aðalfundur Lúðrasveitar Vestmannaeyja

Aðalfundur Lúðrasveitar Vestmannaeyja var haldinn 14. febrúar. Ný stjórn var kjörin á aðalfundinum og hana skipa
Ólafur Þ Snorrason, formaður, Ólafur Jónsson, ritari, Auður Bára Ólafsdóttir, gjaldkeri, Vilborg Sigurðardóttir, meðstjórnandi og Hlíf Helga Káradóttir, meðstjórnandi. Stjórnandi er sem fyrr Stefán Sigurjónsson.
Á fundinum var brotið blað í sögu sveitarinnar með því að kvenfólk er í fyrsta skipti í meirihluta í stjórn.
Starfsárið 2001 gekk vel að flestu leyti en verkfall Tónlistarskólakennara setti þó nokkuð strik í reikninginn. Sveitin er á góðu flugi núna og er fastur kjarni meðlima komin yfir 20 manns í fyrsta skipti í mörg ár. Háleitar hugmyndir eru varðandi starfið framundan og verður því gert skil seinna hér á vefnum.