Vortónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

Miðvikudagskvöldið 4. maí mun Lúðrasveit Reykjavíkur halda vortónleika sína í Neskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Gestur sveitarinnar á þessum tónleikum verður stórsöngkonan Andrea Gylfadóttir sem mun ásamt sveitinni flytja nokkur vel þekkt lög. Má þar nefna lög eins og The girl from Ipanema, God bless the child, On the sunny side of the street og Bridge over troubled water. Einnig mun fyrsti básúnuleikari sveitarinnar Sigurbjörn Ari Hróðmarsson leika básúnukonsertinn “Poem a la Carte” eftir Manfred Schneider. Meðal annara atriða á dagskrá eru syrpur með tónlist eftir Stevie Wonder og hljómsveitina Blood sweat and tears ásamt tónlist úr Mission impossible og The phantom of the opera.