Vortónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins

Vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir laugardaginn 23. apríl kl. 14 í Seltjarnarneskirkju.
Stjórnandi er Tryggvi M. Baldvinsson
Einleikari á Klarinett er Sveinhildur Torfadóttir.
Þetta verða kveðjutónleikar Tryggva sem stjórnanda lúðrasveitarinnar og hefur hann valið sín uppáhalds lúðrasveitarlög til flutnings á tónleikunum. Meðal annars verða flutt verk eftir tékkneska marsakónginn Fucik, Grieg og John Stanley.
Einleikari á tónleikunum verður Sveinhildur Torfadóttir, sem mun flytja hið krefjandi verk Rossinis: Inngang, stef og tilbrigði fyrir klarinettu og hljómsveit. Sveinhildur er við nám í klarinettuleik í Belgíu og kemur hún sérstaklega heim til að spila á þessum tónleikum.
Írsk tónlist úr Riverdance sýningunni verður fyrirferðarmikil eftir hlé, en þar fá slagverksleikararnir aldeilis að hafa fyrir hlutunum.
Að venju er aðgangur ókeypis og eru allir velkomnir.