Aðalfundur Lúðrasveitarinnar svans

Aðalfundur Lúðrasveitarinnar Svans var haldinn laugardaginn 13. október síðastliðinn. Stjórn LS skipa, Jón Ingvar Bragason, formaður, Ella Vala Ármannsdóttir, varaformaður, Helga María Stefánsdóttir, Gjaldkeri, Anna Eyfjörð, ritari og Hákon Skenstad, meðstjórnandi. Auk venjulegra aðalfundastarfa var kynntur nýr jakki sveitarinnar sem mun verða einkenni sveitarinnar við útispilamennskur. Mikill kraftur er nú að færast í starfssemi LS og munu hausttónleikar verða haldnir 1. desember.