Aðalfundur SÍL 2005

Boðað er til aðalfundar S.Í.L. laugardaginn 17. september kl. 16:00 í húsnæði Lúðrasveitarinnar Svans, Lindargötu 48 í Reykjavík. Æskilegt er að hver hljómsveit sendi a.m.k. tvo til þrjá fulltrúa á fundinn. Vinsamlegast sendið svar fyrir 13. september um hverjir mæta á fundinn.
Svar sendist á netföngin brass@centrum.is eða sil@sil.is

FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Skýrsla hljómsveitanna, starf frá liðnu ári og hvað er framundan
3. Landsmót 2006
Kaffi
4. Lagabreytingar
5. NoMU
6. Nótnaútgáfa
7. Önnur mál

Með fundarboðinu fylgja tillögur um lagabreytingar. Smellið hér til að skoða þær.