Aðalfundur SÍL 2010

Boðað er til aðalfundar SÍL sunnudaginn 19. september kl. 11:15 í Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Æskilegt er að hver hljómsveit sendi a.m.k. tvo til þrjá fulltrúa á fundinn og skulu þeir skv. lögum hafa meðferðis kjörbréf undirritað af formanni eða ritara lúðrasveitarinnar. Formenn eða stjórnendur lúðrasveitanna eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um hverjir mæta á fundinn fyrir 17. september. Svar sendist á netföngin grimsson@centrum.is eða sil@sil.is

FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
– Formaður gefur skýrslu um starfsemi liðins árs
– Ritari les fundargerð síðasta aðalfundar
– Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta starfsárs
– Lagabreytingar* (ef einhverjar)
– Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda
2. Skýrsla hljómsveitanna, starf frá liðnu ári og hvað er framundan
3. Fyrirkomulag landsmóta
Kaffi
4. Nótnaútgáfa
5. Önnur mál

* Tillögur um breytingar á lögum sambandsins þurfa að berast stjórn SÍL einni viku fyrir aðalfund. Hægt er að senda slíkar tillögur á ofangreind netföng. Lögin eru aðgengileg á heimasíðu SÍL, www.sil.is.