Aðventutónleikar Svansins

Lúðrasveitin Svanur heldur sína árlegu aðventutónleika í Árbæjarkirkju næstkomandi laugardag, 4. desember kl. 15:00. Efnisskráin er jólaleg að þessu sinni en inn á milli jólalaganna mun Rúnar Óskarsson leika Concert For Clarinet eftir Artie Shaw.

Stjórnandi Svansins er Brjánn Ingason.

Miðaverð er 1500 kr.
1000 kr. fyrir börn, námsmenn og eldri borgara.
Frítt er fyrir börn yngri en 8 ára.

Boðið verður upp á kakó og smákökur að tónleikum loknum. Hlökkum til að sjá sem flesta.